Normální registrace
02 Oct - 03 Nov 23:03
Soutěž začíná 05 Nov

Hólmganga gi 2022

Hólmganga 5. nóvember!

Mjölnir verður með innanfélagsmót laugardaginn 5. nóvember. Hólmgangan er því fyrir alla meðlimi Mjölnis og verður keppt í galla að þessu sinni.

Mótið hefst kl. 11 og stendur fram eftir degi. Skráningu lýkur kl. 23 fimmtudaginn 3. nóvember og er ekki hægt að skrá sig þegar skráningarfresti er lokið. Skráningargjald er 1.000 kr.

Skráning á mótið fer einungis fram í gegnum Smoothcomp en greiðsla mótgjalds fer fram í afgreiðslu Mjölnis og þarf að greiða áður en keppni hefst. Athugið, allir keppendur þurfa að skrá sig í gegnum Smoothcomp en skráning telst ekki endanleg fyrr en búið er að greiða mótsgjald.

Það verður engin formleg vigtun og treystum við því að keppendur skrái sig í réttan flokk. Við munum einnig mögulega beltaskipta flokkum ef keppendur eru nægilega margir í hverjum flokki. Þá verður einnig reynt að skipta hverjum flokki upp í riðla þannig að keppendur fái sem flestar glímur.

Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum karla:
+101 kg karla
-101 kg karla
-90 kg karla
-79 kg karla
-68 kg karla

Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum kvenna:
+74 kg kvenna
- 74 kg kvenna
- 64 kg kvenna

Mótið er hugsað sem upphitunarmót fyrir Grettismótið og eru því sömu reglur á Hólmgöngunni eins og á Grettismótinu.

Vstupy

Cancel/Refund policy