Skröggur 2023
Fyrsta BJJ mót fyrir eldri flokka á Íslandi
Skröggur er fyrsta BJJ mótið sem er haldið fyrir eldri flokka á Íslandi. Mótið er á vegum Týs MMA og verður haldið í Sporthúsinu, Dalsmára 9-11, 200 Kópavogi, sunnudaginn 26. mars 2023. Keppt er í galla (gi), samkvæmt IBJJF reglum fyrir blá og fjólublá belti. Vigtun hefst kl. 10:00 og fer fram í búningsklefum - vigtað er í fullum herklæðum. Glímur hefjast kl. 11:00.
Opið er fyrir skráningu í eftirfarandi þyngdar- og aldursflokka:
Aldur (farið er eftir fæðingarári, ekki fæðingardegi - t.d. geta þeir sem eru fæddir 1993 skráð sig í 30+):
30+
36+
41+
46+
51+
56+
61+
Þyngd, KK (vigtað í gi, keppandi fellur á vigt ef hann fer 0,5 kg eða meira yfir hámarkið í sínum flokki):
-64 kg
-70 kg
-76 kg
-82 kg
-88 kg
-94 kg
-100 kg
+100 kg
Þyngd, KVK (vigtað í gi, keppandi fellur á vigt ef hann fer 0,5 kg eða meira yfir hámarkið í sínum flokki):
-49 kg
-54 kg
-59 kg
-64 kg
-69 kg
-74 kg
-79 kg
+79 kg
Ef þátttaka í einhverjum þyngdar- eða aldursflokkum er lítil verða flokkar sameinaðir - fyrst aldursflokkar, svo þyngdarflokkar. Þeir keppendur sem þurfa að færa sig upp um flokk verða látnir vita eftir að lokað er fyrir skráningu, áður en mótið hefst.
Kontakt
Kategorier
-
Men 4000 ISK
-
Women 4000 ISK